ATHUGIÐ!

NÝ HEIMASÍÐA FÉLAGSLIÐA www.felagslidar.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

_____________________________________________________________________

10. desember 2009

Vafasamar breytingar á rekstri Landbúnađarháskólans

LHÍ

Í uppsiglingu eru deilur milli SFR og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri vegna aðgerða  sem SFR telur að skólinn hafi staðið ólöglega að. Breytingarnar hafa m.a. haft í för með sér uppsagnir SFR félaga en þannig er að Landbúnaðarháskólinn hefur m.a. sinnt þeim skyldum að reka hefðbundin býli til að skapa skilyrði fyrir verklegri kennslu bústarfa við skólann. Nú hefur skólinn tekið sér það vald að færa þann búrekstur út úr hefðbundnum rekstri og stofna um hann sérstakt einkahlutafélag. Í kjölfar þessa var öllum starfsmönnum sem komu að búrekstrinum sagt upp og einungis hluti þeirra var endurráðinn og þá á allt öðrum og lakari starfskjörum.

9. október 2009

Vinnuverndarvika 19.-23. október

Vinnuverndarvika Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar árið 2009 verður 19.-23. október næstkomandi. Hún mun fjalla um áhættumat eins og vinnuverndarvikan seinasta ár. Í vinnuverndarátakinu verður sjónum beint að mikilvægi þess að gert sé áhættumat fyrir alla vinnustaði. Engin vinnustaður er í raun undanskilinn.

11. september 2009

Breyttur opnunartími á skrifstofu SFR

Frá og með þriðjudeginum 15. september verður skrifstofa SFR opin frá kl. 8:30 til 16:30 alla mánudaga til fimmtudaga, en á föstudögum verður opið til kl. 16:00

8. september 2009

Vantar kröftugan trúnađarmann á ţinn vinnustađ?

Nú stendur yfir kosning trúnaðarmanna á vinnustöðum SFR. Mikilvægt er að hafa trúnaðarmenn á öllum vinnustöðum, en í dag eru trúnaðarmenn 250 talsins. Hlutverk þeirra felst meðal annars í að gæta hagsmuna félagsmanna SFR á vinnustað, miðla upplýsingum á milli félagsmanna og SFR og gæta þess að kjarasamningar séu virtir. Hlutverkið er bæði fjölbreytt og gefandi og felur í sér tækifæri til að bæta við sig þekkingu og reynslu, jafnt á persónulegum grunni sem og starfslega. Allir félagsmenn SFR geta boðið sig fram sem trúnaðarmenn. Kosning fer fram á vinnustöðum til 7. okt.


Til félagsmanna

11. mars 2013

Könnunin Stofnun ársins 2013 og launakönnun - hvert svar skiptir máli!

Með þátttöku í „Stofnun ársins“ og launakönnun SFR leggur þú þitt af mörkum í baráttunni fyrir betra vinnuumhverfi og bættum starfskjörum. Stofnun ársins segir stjórnendum hvað vel er gert og hvað má betur fara. Launakönnun SFR veitir þér upplýsingar um laun og vinnutíma SFR félaga. Þar sérð þú hvað aðrir eru að fá í laun sem eru í svipuðum störfum og þú.

Nánar »

14. janúar 2010

Lyfta óvirk í BSRB húsi

Þessa dagana er verið að endurnýja lyftuna í BSRB húsinu. Áætluð verklok eru 29. janúar.
Nánar »

25. september 2009

SFR blađiđ

Septemberhefti SFR blaðsins hefur nú verið dreift til félagsmanna. Meðal efnis að þessu sinni er niðurstöður launakönnunar SFR 2009, dagskrá Gott að vita  námskeiðanna, kjarasamningur félagsins, fréttir af orlofsmálum, svo eitthvað sé nefnt. SFR blaðið er einnig á rafrænu formi hér á síðunni.
SFR6tbl2009web

Ţú ert gestur nr. 40329 á vef Félags íslenskra félagsliđa síđan 15. janúar 2007.

 

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Senda ţessa síđu Hamur fyrir sjónskerta Prenta ţessa síđu Veftré English